. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Breyting á æfingatíma hjá 2.bekk

Iðkendum í yngsta  árgangi hefur fjölgað nokkuð á nýju ári og því ætlum við að hafa 2.bekk sér og eru því  breyting á tímanum hjá þeim sem tekur gildi í næstu viku. 22.febrúar 

Miðvikudagar 14-14.40

fimmtudagar 13.40-14.20


Nýjustu fréttir !

 

Æfingagjöld fyrir vorönn eru 10.000.- og hægt að greiða þau í banka 0172-26-8051 kennitala 430380-0609 , eða hjá Þuríði á æfingum.  Kvittun fyrir gjöldunum er hægt að fá hjá Þuríði. Ef greitt er í heimabanka og sækja á um íþrótta og tómstundakort hjá Sveitarfélaginu nægir að skila inn kvittun úr heimabanka.

Um íþrótta og tómstundakort  http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/Umsoknir/nr/6408

 Gaman saman :-)

Við ætlum að fara að Hamri í Álftafirði föstudaginn 26.febrúar  og gista eina nótt koma heim uppúr hádegi á laugardegi.  Vantar foreldra með í ferðina  Þið sem komist með endilega látið okkur vita með replyi eða  hafið samband við Þuríði 895-1973.

Búið er að panta Hummel vind og regnjakka og von á þeim í næstu viku, þá er eftir að merkja þá.

Aðalfundur deildarinnar verður í fyrstu viku mars en verður nánar auglýstur þegar nær dregur.


Dósasöfnun

Dósa og flöskusöfnun gekk ljómandi vel í dag.  Verður spennandi að sjá hvað við fengum mikið útúr þessu.  Þökkum öllum kærlega fyrir okkur og sérstaklega þeim félögum á netaverkstæði Skinney Þinganes fyrir frábæra aðstöðu.    Því miður gleymdist myndavélin en við reynum að muna eftir henni næst. 

Breyttur tími á sundæfingu 14.jan

Sundæfing hjá elsta hópnum verður kl 15 í stað 16 fimmtudaginn 14.janúar

 


Dósa og flöskusöfnun

Sunddeildin ætlar að safna dósum og flöskum fimmtudaginn 14.jan.  Fengum húsnæði á Netaverkstæði Skinneyjar til að flokka og telja.  Komið með flöskurnar þangað eftir kl 17 og vonandi geta sem flestir foreldrar komið og aðstoðað í talningu.  Margar hendur vinna létt verk.

Sundæfingar vorönn

Sundæfingar hefjast þriðjudaginn 12.janúar 2010  og verða timar óbreyttir frá því í haust eða á þriðjudögum og fimmtudögum

7-9 ára kl 14.10

10-12 ára kl 15.00

13 ára og eldri kl 16.00


Bloggsíða sunddeildar Sindra

Í upphafi nýs árs ákvað stjórn sunddeildar að prófa að halda úti smá bloggsíðu,  við ætlum að birta fréttir,tilkynningar, myndir og ef þið lumið á einhverju skemmtilegu efni til að hafa á síðunni endilega látið okkur vita. 

kveðja

Þuríður, Þóra og Erna


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband