Færsluflokkur: Bloggar
29.5.2010 | 10:33
Sundmót á Eskifriði + tékklisti
Jæja nú er allveg að koma að því ! Farið verður frá Sundlauginni klukkan 7 á sunnudagsmorgninum 30.mai, við förum á rútu og einkabílum. Allir þurfa að borga 3000kr í bensínkostnað hvort sem þeir fara með rútu eða einkabíl. Sundlaugin á Eskifriði er útilaug eins og þið vitið sjálfsagt og þá þurfum við að vera í hlíum og góðum fötum á milli sunda, einging er gott að hafa með sér teppi Við vitum ekki hvenær sundmótið er búið en getum þó allveg reiknað með 4-5 tímum. Eftir mótið leggjum við strax af stað heim svo það er bara holt og gott heimasmurt nesti sem verður að duga :)
Og svo er það tékklistinn
* sundföt og sundgleraugu
* 2 stk handklæði
* Inniskó sem mega blotna
* Vatnsbrúsa
* Húfu, vetlinga og hlý föt
* Íþróttagalla ( til að fara í á milli sunda)
* Teppi
* Nesti
* 3000 kr bensínpening
* Auðvita allir í sundjakkanum fína
* Og svo risastóra tösku fyrir góða skapið....
Hlakka til að sjá ykkur öll í fyrramálið :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 22:45
Sundmót á Eskifirði 30.maí
Þeir krakkar sem ætla á sundmótið verður aukasundæfing í næstu viku
Bloggar | Breytt 29.5.2010 kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2010 | 20:00
Vetrarslútt
Við ætlum að slútta sumrinu með fatasundi þann 20.mai klukkan 15:30. Muna bara mæta ekki í gallabuxum né fötum sem lita..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 19:46
sundmót og sumarbústaðarferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 05:18
JAkkarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 05:15
Sundmót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2010 | 12:00
Skýrsla stjórnar 2009
Skelli hér inn skýrslu stjórnar 2009. Gaman að sjá hvað mikil aukning hefur orðið í starfi sunddeildar á síðasta ári.
Starf sunddeildarinnar árið 2009 var að mestu óslitið allt árið. Reglulegar æfinga voru bæði yfir vetrarmánuðina og sumarið. Iðkendur voru 28 . Þjálfari var Berglind Þorsteinsdóttir. Ný sundlaug var opnuð 23. Apríl sumardaginn fyrsta. Stjórn sunddeildar Sindra sá um veitingar á opnuninni og auðvitað fengu sundiðkendur að vera þau fyrstu til að stinga sér til sunds. Vegna tilkomu nýrrar sundlaugar fékk sunddeild Sindra veglega peningagjöf frá USÚ. Eins og undanfarin ár bauð sunddeild Neista á Djúpavogi okkur á sundmót og stóðu iðkendur okkar sig með stakri prýði. Vorinu var slúttað með pizzu veislu á Ósinum og Berglind þjálfari kvödd. 9.júní tók Bára S. Ólafsdóttir við sem þjálfari og var ýmislegt í boði yfir sumarið s.s. námskeið fyrir börn 5-6 ára. Aðstoðarmenn Báru voru Kristinn Þór Guðlaugssón , Ómar Rafnsson , Þórhildur Á. Magnúsdóttir, Ásdís Pálsdóttir og Petra Augusta Pauladóttir. Vegna fjölda barna urðu þessi námskeið þrjú, 22 börn samtals. Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna sem var gífulega vinsælt og voru haldin 3 slík, sundæfingar fyrir fullorðna og auðvita venjulegar sundæfingar fyrir börn 7-16 ára. Fyrsta sundmót í nýrri laug var haldið á Humarhátíð í byrjun júlí. 20-22 ágúst slógum við upp æfingarbúðum þar sem tíu krakkar úr Grindavík ásamt þjálfara þeirra Magnúsi Má Jakobssyni sem komu til okkar í heimsókn, einnig voru tveir sundgarpar frá Djúpavogi og tólf krakkar frá Sindra. Magnús Már stjórnaði æfingunum og heppnaðist þessi helgi frábærlega enda voru allir sem hjálpuðust að við að gera þetta vel, foreldrar, börn og stjórn. Þökkum við einnig enn og aftur þeim sem styrktu okkur Nettó, Jöklasafnið, Skinney Þinganes og Jökulsárlón. Þann 15. Sept hófust svo sundæfingar fyrir haustönn. Nýr þjálfari Þuríður Snorradóttir tók þá við. Í október fórum við í fjáröflun fyrir jakka sem sunddeildin ætlar að kaupa á iðkendur. Gengu iðkendur ásamt foreldrum í hús og söfnuðu dósum. Safnaðist miklu, miklu meira heldur enn okkur hafði dottið í hug og ætlum við að halda þessu áfram 3-4 sinnum á ári. Haldið var vídeókvöld í október í Sindrhúsinu. 21.nóv fórum við með 20 krakka á Bikarmót Austurlands sem haldið var á Djúpavogi þetta var 2. mót af 4. sem UÍA heldur og er ætlunin hjá okkur að fá að vera með og komast með krakkana á fleiri mót. Eftir mótið fórum við á pizza hlaðborð á Hótel Framtíð. 15 des slúttuðum við haustönn með fatasundi og fengum okkur heitt súkkulaði og köku á Kaffi Horninu. Við lítum björtum augum á framtíð sunddeildarinnar þar sem iðkendum er að fjölga jafnt og þétt í lok des voru iðkendur 23 enn í mars þegar þetta bréf er ritað eru iðkendur orðnir 33. Vonandi höldum við áfram á þessari leið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 21:36
Lógó
Jæja þá er sunddeildin komin með Lógó, hannað af Daníel Imsland, sjáið það hérna fyrir ofan.
JAkkarnir eru farnir í merkingu svo þeir ættu að verða komnir fyrir páska :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2010 | 16:15
Nýjar myndir
Í myndaalbúm eru komnar nýjar myndir frá vel heppnuðum æfingabúðum á Djúpavogi síðastliðna helgi. Jón Sölvi var líka iðinn á myndavélinni og hægt að skoða myndir hér
http://picasaweb.google.com/108071272366688095443Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 14:17
Aðalfundur
Aðalfundur sunddeildar Sindra Fimmtudaginn 4.mars kl. 17:30 í Sindrahúsinu Dagskrá :
1. Fundur settur, fundarritari og fundarstjóri
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar lagðir fram
4. Umræða um skýrslu og reikninga
5. Kosningar
6. Starfið framundan
7. Önnur mál
StjórninBloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)