Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2011 | 19:35
Sundið komið á fullt
Nú eru haustæfingar byrjaðar hjá Sunddeildinni einsog öðrum og eru þær með svipuðu sniðu og hefur verið. Þó höfum við heldur bætt í hjá okkur og eru nú þeir sem komnir eru í 6. bekk og eldri að æfa þrisvar í viku í stað tvisvar. Einnig er Garpasund nýjung hjá deildinni en það eru almennar sundæfingar fyrir fullorðna undir handleiðslu þjálfara og eru þær tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.15. Vel hefur verið mætt í þann tíma - sundlaugin er stór og getum við alveg bætt nokkrum görpum við. Á garpaæfingar eru allir velkomnir sem orðnir eru 17 ára, bæði karlar og konur. Þjálfari Sunddeildar er Þuríður Snorradóttir.
Helgina 7-9. október n.k. verða hjá okkur æfingabúðir fyrir krakka 10 ára og eldri. Höfum við boðið sunddeildum af Austurlandi til þátttöku og má búast við fjölmörgum sundiðkendum miðað við undirtektir sem við höfum fengið. Æfingar verða á laugardegi og fyrri part sunnudags. En á milli tækniæfinga og þolþrauta munu Sindra sundkapparnir sýna gestunum bæinn okkar og fara í leiki.
Í nóvember stefnum við svo á bikarmót UíA á Djúpavogi og er það orðinn fastur liður á haustönn og ætlum við okkur stóra hluti þar enda með frábæra sundmenn og konur í deildinni okkar og höfum síðustu ár verið með stærri hópum á mótinu. Því miður er ekki keppt í garpaflokki á bikarmótinu en garpar eru að sjálfsögðu velkomnir með í stuðningsliðið. Einnig munum við fara í dósasöfnun líkt og undarfarin misseri, ætlum við nú að vera á ferðinni einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir.
Æfingagjöldin hafa lítið breyst
3.-5.bekkur kr. 10.000
6.-10.bekkur kr. 14.500
Garpar kr. 12.000
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2011 | 18:33
Drög að stundartöflu haustsins
Tími | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur |
13.40 | Hópur 1 3.-5. bekkur | Hópur 1 3.-5.bekkur | |
14.20 | Hópur 2 3.-5 bekkur | Hópur 2 3.-5. bekkur | |
15.00 | Hópur 3 6.-10. bekkur | Hópur 3 6.-10. bekkur | Hópur 3 6.-10.bekkur |
18.15 | Garpar | Garpar | |
Nú eru sundæfingarnar að byrja Garpar eru 17 ára og eldri. Nú í haust ætlum við að byrja með garpa æfingar en í það geta allir skráð sig sem orðnir eru 17 ára. Æft verður tvisvar í viku í klukkustund í senn. Skráning verður fimmtudaginn 8. september n.k. í sundlauginni milli 15-16. Æfingar byrja svo samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 13.september. Þjálfari í vetur er Þuríður Snorradóttir
|
Bloggar | Breytt 12.9.2011 kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2011 | 15:57
Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna
Sundnámskeið hefjast mánudaginn 4.júlí. Annars vegar er um að ræða sundnámskeið fyrir börn fædd 2005 og 2006 og hinsvegar námskeið fyrir fullorðna. Allar upplýsingar um námskeiðin og skráning er hjá Hjördísi Klöru í síma 866-1316, en hún verður kennari á báðum námskeiðum.
Sundæfingar eru að fara í sumarfrí og verður síðasta æfing á miðvikudaginn 6.júlí og þá slúttum við önninni og skemmtum okkur ... nánar auglýst síðar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2011 | 16:28
Tapað fundið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2011 | 16:25
Ný stundarskrá
Engar sundæfingar verða í næstu viku (30.maí-3.júní) vegna þess að þjálfari verður í fríi. Ný stundarskrá tekur svo gildi 7.júní
þriðjud | miðvikud | fimmtud | |
09:20-10:00 | Strákar 2002-2003 | Strákar 2002-2003 | Strákar 2002-2003 |
10:00-10:40 | Stelpur 2002-2003 | Stelpur 2002-2003 | Stelpur 2002-2003 |
10:40-11:40 | 2000-2001 | 2000-2001 | 2000-2001 |
11:40-12:40 | 1999 og eldri | 1999 og eldri | 1999 og eldri |
Allir hjartanlega velkomnir
Sunddeild Sindra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 18:12
Veturinn búinn hjá sunddeildinni
Í vetur eru búnar að vera æfingar tvisvar í viku og iðkendur 30 talsins á aldrinum 8-16 ára, þetta eru heldur færri en voru fyrir áramót en þá voru 7 ára líka en í janúar var ákveðið að Sindri biði uppá íþróttaskóla fyrir þann aldur þar sem boðið var uppá fjölbreyttar íþróttir.
Við fórum í dósasöfnun í febrúar og þökkum kærlega fyrir þær góðu móttökur sem íbúar hafa sýnt okkur. Fyrir peningana voru keyptar skeiðklukkur og uggar. Þá voru einnig pantaðar keppnispeysur en þau kaup voru einnig styrkt af nokkrum fyrirtækjum sem við viljum þakka kærlega fyrir velvildina.
Í apríl héldum við svo páskaeggjamót innan deildarinnar, allir fengu páskaegg og átti önninni að ljúka þar með. En okkur var boðið að taka þátt í árlegu vormóti á Djúpavogi þremur dögum seinna og auðvitað létum við okkur ekki vanta þar. Krakkarnir okkar stóðu sig öll með mikilli prýði og hringlaði í verðlaunapeningum á heimleiðinni.
Eftir páska hófst svo vor/sumarönnin og drifum við okkur beint í æfingabúðir og á mót á Neskaupsstað fyrstu helgina í maí, enda nýju peysurnar komnar uppúr kassanum og ekki eftir neinu að bíða. Föstudagur fór í æfingar, en einnig var boðið uppá dómaranámskeið þar sem yfirdómari frá Sundsambandi Íslands, Ólafur Baldursson, kenndi. Tveir dómaranemar fóru frá Sindra það voru Þuríður Snorradóttir og Ásdís Pálsdóttir. Gist var í Nesskóla þar sem fór vel um okkur. Mótið sjálft var á laugardegi þar sem dómaranemarnir þreyttu verklega hluta námskeiðsins. Krakkarnir stóður sig frábærlega vel. Sunddeild Sindra varð í 1.sæti í boðsundi 12 ára og yngri eftir svakalega baráttu og ætlaði allt að verða vitlaust í lauginni. Til sunddeildar Sindra komu einnig 6 gull, 4 silfur og 2 brons. 10 ára og yngri fengu öll þátttökupening. Við eigum fullt af efnilegu sundfólki í Sunddeild Sindra þau stóðu sig frábærlega.
Í maí fóru krakkarnir aftur af stað í dósasöfnun og nú söfnum við fyrir korkum og öðrum æfingartækjum til að bæta sundtæknina enn frekar. Stefnt er á að fara svo á Hallormsstað um næstu helgi, en þar verður hátíð haldin og keppt í sprettsundum, hlaupi og farið í leiki og haft gaman. Í júní verður æfingum fjölgað í 3var í viku og verður þá útskrifuðum 2. bekkingum boðið að koma aftur inn. Helgina 18-19.júní munum við svo bjóða öðrum sunddeildum að koma til okkar í æfingabúðir. Við verðum ekki með æfingar í júlí og ágúst en hvertjum allt sundfólk til að mæta í laugina og sunda sér til skemmtunar og heilsubóta, sérstaklega vonumst við til að krakkarnir verði dugleg að synda og fjölmenni svo á unglingalandsmót um verslunnarmannahelgina og sýni hvað í þeim býr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 14:40
Æfingaskrá 2011
tími mánudagur fimmtudagur
kl. 13:40-14:20 3.bekkur stelpur 3.bekkur strákar
kl. 14:20-15:00 3.bekkur strákar 3.bekkur stelpur
kl. 15:00-16:00 6. bekkur + 4.&5. bekkur
kl. 16:00-17:00 4.&5. bekkur 6. bekkur +
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 18:59
Æfingabúðir og sundmót 7-8.ágúst 2010
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2010 | 17:56
Námskeið
Mánudaginn 14.júní hefjast námskeið fyrir fullorðna
10 tíma almennt upprifjunarnámskeið , mánudagar, miðvikudagar og föstudagar kl 18-19.
8 tíma skriðsundsnámskeið á mánu, miðviku og föstudögum kl 19-20.
Kennari: Bára S. Ólafsdóttir
Þriðjudaginn 15. júni hefjast námskeið fyrir leikskólabörn
10 tíma námskeið fyrir börn fædd 2004 og 2005 kl 8-9
Kennarar Bára S. Ólafsdóttir og Þuríður Snorradóttir
Hægt að skrá á námskeiðin hjá Þuríði Snorradóttir 895-1973
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2010 | 17:49
Sundæfingar í sumar
Sundæfingar í sumar verða sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
Börn fædd 2002-2003 klukkan 9.15-10
Börn fædd 2000 -2001 klukkan 10-11
Börn fædd 1998-1999 klukkan 11-12
Börn fædd 1994-1997 klukkan 17-18
Þjálfari Bára S. Ólafsdóttir
Sjáumst hress og kát í sundi í sumar :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)