21.7.2010 | 18:59
Æfingabúðir og sundmót 7-8.ágúst 2010
7-8.ágúst næstkomandi ætlar Sunddeild Sindra að standa fyrir æfingabúðum og sundmóti fyrir sundiðkendur 10 ára og eldri.( fædd 2000 og fyrr) Áætlað er að byrja um hádegi á laugardegi og verða tvær æfingar þann daginn. Á sunnudeginum verður síðan sundmót. Hægt verður að fá gistingu í skóla og fæði, einnig er kjörið fyrir fjölskylduna að skella sér í útilegu/heimsókn á Höfn þessa helgi. http://www.rikivatnajokuls.is/Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 28.júlí á haholl@simnet.is. Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur. Með kveðju Þjálfarar og stjórn Sunddeildar Sindra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.