29.5.2010 | 10:33
Sundmót á Eskifriði + tékklisti
Jæja nú er allveg að koma að því ! Farið verður frá Sundlauginni klukkan 7 á sunnudagsmorgninum 30.mai, við förum á rútu og einkabílum. Allir þurfa að borga 3000kr í bensínkostnað hvort sem þeir fara með rútu eða einkabíl. Sundlaugin á Eskifriði er útilaug eins og þið vitið sjálfsagt og þá þurfum við að vera í hlíum og góðum fötum á milli sunda, einging er gott að hafa með sér teppi Við vitum ekki hvenær sundmótið er búið en getum þó allveg reiknað með 4-5 tímum. Eftir mótið leggjum við strax af stað heim svo það er bara holt og gott heimasmurt nesti sem verður að duga :)
Og svo er það tékklistinn
* sundföt og sundgleraugu
* 2 stk handklæði
* Inniskó sem mega blotna
* Vatnsbrúsa
* Húfu, vetlinga og hlý föt
* Íþróttagalla ( til að fara í á milli sunda)
* Teppi
* Nesti
* 3000 kr bensínpening
* Auðvita allir í sundjakkanum fína
* Og svo risastóra tösku fyrir góða skapið....
Hlakka til að sjá ykkur öll í fyrramálið :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.